Danstónlist fyrir orgel

Þriðjudaginn 3. ágúst mun Anne Mathiesen heimsækja okkur frá Danmörku og halda tónleika í kirkjunni kl. 12:00. Hún spilar einungis dansa, bæði sem samdir hafa verið  fyrir orgel en einnig sem hún hefur sjálf umritað. Dansarnir voru samdir á tímabilinu 1600-2000 svo að fjölbreytileikinn er mikill. Óhætt er að lofa stórskemmtilegum tónleikum og við hvetjum fólk til að koma og njóta þeirra. Aðgangseyrir er einungis 1000 krónur.