Búningasunnudagaskóli 27. febrúar

Í sunnudagaskólanum næsta sunnudag (27. febrúar) verður heljarinnar stuð! Allir sem vilja mega mæta í búningum vegna þess að öskudagurinn er á næsta leyti!  Við ætlum svo að syngja, halda búninga og límmiða-ball, hlusta á biblíusögu, halda upp á afmæli barna sem fædd eru í desember/janúar og febrúar (já við höfum ekkert náð að halda upp á öll þessi afmæli, útaf svolitlu). Svo ætlum við í þakklætisleik og enda á bæninni sem Jesú kenndi okkur að venju, faðir vorinu. 

Eftir stundina er boðið upp á djús og kaffi og börnin mega lita myndir ef þau vilja. 

Velkomin öll, stór sem smá!

sjáumst, Sonja og Hóffa.