Brasstónleikar í Akureyrarkirkju

Fimmtudagskvöldið 30. október mun Brasssextett Norðurlands halda tónleika í Akureyrarkirkju ásamt Eyþóri Inga Jónssyni á orgel og Hjörleifi Jónssyni á pákur.
Sextettinn skipa Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, trompet, Sveinn Sigurbjörnsson, trompet, Hjálmar Sigurbjörnsson, trompet, Kjartan Ólafsson, horn, Kaldo Kiis, básúna og Helgi Þorbjörn Svavarsson, túba.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00, aðgangseyrir er kr. 1.500,-
Frítt fyrir nemendur.