Bleik messa 22. október

Okkar árlega bleika messa verður sunnudaginn 22.október. Prestur er séra Hildur Eir Bolladóttir.  Fyrirlesari er Eva Bryndís Magnúsdóttir. Krabbameinsfélag Akureyrar kynnir vetrarstarf sitt. Söfnun fyrir krabbameinsfélagið verður í gangi.

Um tónlistina sjá Þórhildur Örvarsdóttir söngkona og Eyþór Ingi Jónsson, organisti.

Að messu lokinni er öllum boðið upp á kvöldverð í Safnaðarheimili kirkjunnar.

Verið öll hjartanlega velkomin.