Blái hnötturinn í Hofi

20. nóvember síðastliðinn fluttu Barnakórar Akureyrarkirkju, Barna- og Æskulýðskór Glerárkirkju og Ungmennakór Akureyrar í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri ævintýrið um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Sýningin var lífleg og skemmtileg og gaman að sjá hvað krakkarnir lifðu sig inn í söguna og nutu þess að vera á sviði. Sögumaður var Ívar Helgason. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Margrét Árnadóttir stjórna kórunum og unnu að sýningunni og eiga þær hrós skilið fyrir frábært starf. Sýningin var styrkt af Barnamenningarsjóði.