Björn Steinar leikur öll orgelverk Páls Ísólfssonar

Skálholtsútgáfan hefur gefið út orgelverk Páls Ísólfssonar í flutningi Björns Steinars Sólbergssonar organista við Akureyrarkirkju. Með orgelverkum sínum ritaði Páll Ísólfsson merkan kafla í íslenskri tónlistarsögu og er þetta í fyrsta sinn sem þau eru gefin út í heild. Árni Heimir Ingólfsson ritar kynningu á tónskáldinu með disknum. Björn Steinar Sólbergsson hefur verði organisti í Akureyrarkirkju frá 1986. Hann er jafnframt aðstoðarorganisti við Hallgrímskirkju og kennir orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima og erlendis. Á þessum diski leikur hann á orgel Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju og Reykholtskirkju. Verð kr. 2400,-