Biskup Íslands í Akureyrarprestakalli

Dagana 19. ¿ 22. febrúar vísiterar biskup Íslands, Herra Karl Sigurbjörnsson, Akureyrarprestakall. Dagana 19. ¿ 22. febrúar vísiterar biskup Íslands, Herra Karl Sigurbjörnsson, Akureyrarprestakall. <br><br>Biskup mun heimsækja framhaldsskóla, sjúkrahús og dvalarheimili aldraðra auk þess sem hann á fundi með prestum, sóknarnefnd og forsvarsmönnum bæjar og stofnana. Sunnudaginn 22. febrúar prédikar biskup við messu í Akureyrarkirkju. Þar syngja bæði Kór og Stúlknakór Akureyrarkirkju. Fólk er hvatt til þess að fjölmenna við messuna. Börn eru velkomin þangað, en biskup mun tala sérstaklega til þeirra við upphaf athafnarinnar, áður en þau fara niður í Safnaðarheimili þar sem sunnudagaskólinn verður haldinn. Eftir messu er öllum boðið upp á léttar veitingar í Safnaðarheimilinu.