BINGÓ BINGÓ BINGÓ

Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju stendur fyrir fjáröflunarbingói mánudaginn 12. desember í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju til stuðnings Mæðrastyrksnefnd. Bingóið hefst kl. 20.00.
Glæsilegir vinningar í boði.
Hvert spjald kostar kr. 500 og kr. 300 eftir hlé.
Nýbakaðar vöfflur og kaffi verða til sölu.