BINGÓ BINGÓ BINGÓ

ÆFAK - æskulýðsfélag Akureyrarkirkju heldur bingó í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 27. febrúar frá kl. 19.00-21.00. 
Verið er að safna fyrir þátttöku ungmennanna á fjórðungsmót núna í mars og landsmót í október.

Í hléinu verða seldar pylsur og drykkir, möffins og kaffi.

Bingóspjaldið kostar kr. 500 fyrir hlé og kr. 300 eftir hlé.
Enginn posi á staðnum.

Allir velkomnir.