BINGÓ 9.nóvember - hjá ÆSKULÝÐSFÉLAGI AKUREYRARKIRKJU

Í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju eru unglingar úr 8.-10.bekk. Við hittumst öll miðvikudagskvöld og sinnum ýmsum verkefnum, förum í leiki, fræðumst og höfum gaman saman. Næsta miðvikudagskvöld, þann 9. nóvember kl. 19-21 ætlum við að skella í bingó. Þetta er fjáröflun fyrir æskulýðsmót sem við tókum þátt í á Vopnafirði nú fyrir stuttu. 

Gaman væri að sem flestir sæju sér fært að mæta og styrkja krakkana. Þau munu öll vera í hlutverkum á bingóinu og sjá að mestu um það sjálf, s.s. miðasölu, bingóstjórn og kaffihlaðborðið. 

Verið velkomin