Biblíudagurinn-kvöldguðsþjónusta með suður-amerískri sveiflu

Biblíudagurinn er nú næsta sunnudag, 11.febrúar. Guðsþjónusta verður í kapellunni kl. 11 um morgunninn og á sama tíma er sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu. Um kvöldið verður guðsþjónusta þar sem Stúlknakórinn leiðir söng undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Og Rafn Sveinsson mun slá á trommurnar.Söngvarnir í messunni eru flestir úr söngvabók sem Sindre Eide tók saman og heitir Syng haap. En Sindre þessi er trompetleikari frá Noregi og hefur sérhæft sig í alþjóðlegum lofgjörðar- og bænasöngvum. Sr. Kristján Valur Ingólfsson hefur ort íslenska sálma við lögin sem sungin verða, en þau eru m.a. frá Paragvæ, Puerto Rico og Argentínu. Allir hvattir til að mæta og upplifa ljúfa og létta stund í húsi Guðs á sunnudagskvöld kl. 20.30