Barokktónleikar í Akureyrarkirkju

Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 20.00 halda Jóhanna Halldórsdóttir, altsöngkona og Eyþór Ingi Jónsson, orgelleikari, barokktónleika í Akureyrarkirkju. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir F. Sances, A. Grandi, M. Cozzolani, G. Frescobaldi, T. Merula, A. Campra og F. Couperin. Aðgangseyrir er kr. 1500.