Barnastarfið að hefjast á ný

Barna- og unglingastarfið í Akureyrarkirkju er nú að hefjast á ný eftir jólafrí. Kirkjuprakkarar hittast miðvikudaginn 25. janúar klukkan 15.30, en þeir eru í 1.-4. bekk. Tíu til tólf ára starfið, TTT, byrjar klukkan 17 sama dag og yngri deild Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju heldur fyrsta fund sinn á nýju ári þá um kvöldið. Þá minnum við á mömmumorgnana fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra. Þeir eru alla miðvikudaga klukkan 9.30-13.30.