Barnastarfi aflýst vegna covidsmita

Vikuna 4.- 8. október verðum við því miður að aflýsa barna og unglingastarfinu í Akureyrarkirkju. Ástæðan er mikil fjölgun covid smita hjá grunnskólabörnum bæjarins. Mörg hver eru í sóttkví og skóla og tómstundastarf hálf - lamað í bænum. Við förum eftir tilmælum lögreglu um að blanda ekki saman mismunandi skólahópum til að sporna við útbreiðslu covidsmita. 

Við vonumst til að geta hafið starfið fljótlega aftur, en viðkomandi hópar verða látnir vita með tölvupósti þar um. 

Þetta eru hóparnir: Kirkjukrakkar, TTT starfið, Æfak (unglingastarfið), Yngri barnakór og Eldri barnakór.  Sunnudagaskólinn féll niður sl. sunnudag og verður hann auglýstur vel næst þegar hann byrjar á ný.

Förum öll varlega og hugum sérstaklega vel að persónulegum sóttvörnum barna og fullorðinna.