Barnastarf kirkjunnar komið í jólafrí til 12. janúar

Skemmtilega barnastarfið okkar í Kirkjukrökkum, TTT og Æfak er komið í jólafrí til 12. janúar. Ýmislegt er búið að bralla á þessari haustönn og er hægt að sjá einhverjar myndir frá starfinu á þessari heimasíðu okkar. Aðventan er dásamlegur tími og í tilefni hennar er búið að mála á piparkökur, hlusta á jólasögur, föndra og halda jólabingó!  

Við hlökkum til að hefja starfið á nýja árinu og vonum að covid trufli okkur ekki mikið.

Gleðileg jól! 

e.s. skráning í starfið fer framm á heimasíðunni ef fleiri vilja bætast í hópinn.