Kórastarfið í Akureyrarkirkju

Nú fer barnakórastarfið í Akureyrarkirkju að hefjast og verða æfingarnar í kapellu kirkjunnar eins og verið hefur. Fyrsta æfing kóranna verður fimmtudaginn 9. september, yngri kórinn (2.-4. bekkur) 
kl. 15.00-16.00 og eldri kórinn (5.-7. bekkur)
kl. 16.00-17.00.

Hægt að fá upplýsingar og senda skráningu á netfangið sigrun@akirkja.is einnig er hægt að smella á yngri kór eða
eldri kór og prenta út skráningarblað sem skila má inn á skrifstofu kirkjunnar alla virka daga milli kl. 9.00 og 12.00.

Kór Akureyrarkirkju og Kammerkórinn Ísold hefja æfingar þriðjudaginn 14. september nk. Æfing Kammerkórsins Ísoldar kl. 16.30-18.00 og æfing Kórs Akureyrarkirkju kl. 20.00-22.00.

Dagana 7. - 9. september milli kl. 16.00 og 20.00 standa yfir inntökupróf í kórana. Umsóknir sendist á netfangið organistar@akirkja.is