Barnakórarnir okkar

Það er mjög spennandi vetur framundan hjá barnakórunum okkar.

Fyrsta stóra verkefnið er að flytja söngleikinn um Bláa hnöttinn ásamt barnakórum Glerárkirkju, hljómsveit og herlegheitum. Við höldum upp á afmæli kirkjunnar í nóvember og jólatónleikar ásamt Gretu Salóme eru einnig á dagskránni. Kórarnir flytja helgileik um jólin og eftir áramót ert stórt verkefni á barnamenningarhátíð, bæði á Akureyri og í Reykjavík fyrir utan óvissuferð Eldri barnakórs sem farin verður í lok starfsárs.

Starfið hefst fimmtudaginn 5. september.

Eldri barnakór (5. – 7. bekkur)  æfir kl. 14-15 á fimmtudögum.

Yngri barnakór (2. – 4. bekkur) æfir kl. 15-16 á fimmtudögum.

Þátttaka er ókeypis og skráning er hér efst á síðunni.