Barnakórarnir eru komnir í sumarfrí

Það hefur verið kalt á Norðurlandi og í lokapartíið kom ísbjörninn Barri Bjartur í heimsókn. Hann re…
Það hefur verið kalt á Norðurlandi og í lokapartíið kom ísbjörninn Barri Bjartur í heimsókn. Hann reyndist sauðmeinlaus.

Þrátt fyrir að barnakórarnir hafi verið minna sýnilegir í vetur en oft áður náðum við að halda nánast samfelldu starfi fyrir utan æfingahlé í nóvember og apríl. Vetrarstarfinu lauk með vortónleikum þann 1. maí sem heppnuðust afar vel, enda voru börnin búin að mæta einstaklega vel og æfa sig og æfa.

Það er mjög dýrmætt fyrir okkur í kirkjunni að fá öll þessi syngjandi börn til okkar vikulega. Þau lífga svo sannarlega upp á tilveruna og gleðja okkur endalaust. Þúsund þakkir fyrir samveruna í vetur. Við sjáumst í haust!

Hér er hlekkur á myndband frá lokaæfingunni fyrir tónleikana:

https://www.eythororganisti.com/post/æfing-barnakóra-akureyrarkirkju