Barnakórar Akureyrarkirkju

Barnakórarnir frábæru hefja æfingar fimmtudaginn 2. september og eru mörg spennandi verkefni framundan, t.d. myndbandsgerð, upptökur fyrir útvarp og sjónvarp, draugatónleikar, jólatónleikar og að hafa gaman. Æfingarnar fara fram í kapellu kirkjunnar. Yngri barnakórinn (2.-4. bekkur) æfir kl. 14.00-14.50 og Eldri barnakórinn (5.-7. bekkur) kl. 15.00-16.00. Nýir félagar eru velkomnir. Skráning hér og nánari upplýsingar hjá Sigrúnu Mögnu, sigrun@akirkja.is