Barnakórar æfa helgileik

Yngri barnakór á æfingu
Yngri barnakór á æfingu

Desember er annasamur mánuður hjá barnakórum Akureyrarkirkju. Kórarnir gleðja fólk með jólalagasöng um allan bæ, fyrir utan að koma fram á jólatónleikum í kirkjunni og syngja í helgihaldi. Auk þess standa yfir æfingar á helgileik sem kórinn flytur á öðrum degi jóla kl. 11 í Akureyrarkirkju.