Barnakóramót ÆSKEY

Fyrsta barnakóramót ÆSKEY var haldið um síðustu helgi í Akureyrarkirkju. Barnakórar Glerárkirkju og Akureyrarkirkju tóku þátt og var mikil gleði. Mótinu lauk í gær klukkan 15 með tónleikum og kaffisamsæti. Með bros á vör mættu krakkarnir ....<P>Fyrsta barnakóramót ÆSKEY var haldið síðustu helgi í Akureyrarkirkju. Barnakórar Glerárkirkju og Akureyrarkirkju tóku þátt og var mikil gleði. Mótinu lauk í gær klukkan 15 með tónleikum í kirkjunni og kaffisamsæti . Með bros á vör mættu krakkarnir klukkan 10 á laugardagsmorgun. Ásta Magnúsdóttir og Arnór Vilbergsson kórstjórar stýrðu æfingum fram að hádegi en þá var matarhlé. Dásamlega góðar kjötbollur frá Stúlknakórsmömmum runna þá niður&nbsp;í svanga maga. Síðan var sungið meira og æft til hálf tvö en þá skelltu allir sér á skauta. Um kaffileytið var haldið áfram og æft til klukkan 18. Eftir hádegi á sunnudag var generalprufa og síðan tónleikar kl. 15 í Akureyrarkirkju. Mikill fjöldi mætti til að hlýða á kórana og óhætt að segja að um frábæra tónleika hafi verið að ræða. Enda stórkostlega góðir kórar á ferð ! </P>