Barna og unglingastarf kirkjunnar hefst aftur 17.janúar

Barna og unglingastarf kirkjunnar hefst aftur eftir gott jólafrí miðvikudaginn 17.janúar. Hópaskipting er á þessa leið; Kirkjukrakkar fyrir krakka í 1. - 4. bekk hittast á miðvikudögum klukkan 15-16.  TTT hópurinn er fyrir börn í 5. - 7. bekk og hittist sá hópur á miðvikudögum klukkan 16:30-17:30. Á miðvikudagskvöldum klukkan 20-21:30 hittast svo unglingar úr 8. - 10. bekk.  Verkefnin eru mjög fjölbreytt, en hægt er að sjá dagskrá við mætingu.  Ef einhverjir vilja prófa að koma í starfið okkar eru allar dyr opnar og börn og unglingar meira en velkomin að mæta. 

Hlökkum til að sjá alla aftur

Sonja og allir leiðtogarnir: Svanhvít, María, Darri, Felix, Anton, Emilia, Ragnheiður og Hrafnhildur.