Barna- og æskulýðsstarf fellur niður

Kæru sóknarbörn. Nú er mælst til þess af fræðsluyfirvöldum að börnum úr mismunandi skólum sé ekki blandað saman í skólastarfi og þess vegna höfum við ákveðið að fella niður Kirkjukrakka og TTT-starf þessa vikuna (21. október) og í næstu viku ( 28. október). Fundur ÆFAK, Æskulýðsfélgs Akureyrarkirkju, verður einnig felldur niður næstu tvo miðvikudaga, 21. og 28. október. Við munum svo setji inn upplýsingar hér á heimsíðunni um framhaldið.