Barna- og æskulýðsstarf Akureyrarkirkju á nýju ári

Barna- og æskulýðsstarf Akureyrarkirkju hefst með sunnudagaskóla í Safnaðarheimilinu næstkomandi sunnudag 11. janúar kl. 11.00.
Fyrsti fermingarfræðslutíminn verður þriðjudaginn 13. janúar kl. 15.15 og mætir hópur I (Brekkuskóli) þann dag. Miðvikudaginn 14. janúar eru svo Kirkjukrakkar (1.-4. bekkur) kl. 15.00, TTT starf (5.-7. bekkur) kl. 17.00 og Æskulýðsfélagið er svo með sína samveru kl. 20.00. Fimmtudaginn 15. janúar hefjast svo kóræfinar barna- og Stúlknakórs. Yngri barnakórinn (2.-4. bekkur) kl. 15.00, Eldri barnakórinn (5.-7. bekkur) kl. 16.00 og Stúlknakór Akureyrarkirkju kl. 17.30.

Nánari upplýsingar um dagskrá vikunnar í Akureyrarkirkju má finna hér.