Barna- og æskulýðsstarf Akureyrarkirkju

Barna- og æskulýðsstarf Akureyrarkirkju hefst aftur með sunnudagaskóla sunnudaginn 12. janúar kl. 11.00.
Fyrsti fermingarfræðslutíminn verður þriðjudaginn 14. janúar kl. 15.15 og mætir hópur I, Brekkuskólahópurinn, þann dag. Foreldramorgnar verða á sínum stað á miðvikudagsmorgnum milli kl. 10.00 og 12.00.
Kirkjukrakkar kl. 15.00, TTT starf kl. 17.00 og ÆFAK kl. 20.00 á miðvikudögum. Barnakórinn kl. 14.00 og Stúlknakórinn kl. 17.30 á fimmtudögum. Verið hjartanlega velkomin.