Barna- og æskulýðsstaf Akureyrarkirkju

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs og þökkum samfylgdina á liðnu ári viljum við vekja athygli á að barna- og æskulýðsstarf Akureyrarkirkju hefst í næstu viku. Foreldramorgun, kirkjukrakkar og ÆFAK hefst miðvikudaginn 10. janúar og kórastarfið fimmtudaginn 11. janúar. Fyrsti sunnudagaskóli ársins 14. janúar og fermingarfræðslan hefst þriðjudaginn 16. janúar þegar Brekkuskólahópurinn mætir í fyrsta tíma ársins.
Sjáumst hress í kirkjunni !