Bænaslökun og jóga í Akureyrarkirkju

Bænaslökun og jóga er farið af stað aftur á nýju ári og verður á þriðjudögum kl. 12.10. Við hvetjum fólk til að hafa með sér hlýja sokka og teppi. Umsjón hefur sr. Hildur Eir Bolladóttir og Ulrika Seiler, Dr. í kínverskum lækningum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.