Bænadagar og páskar í Akureyrarkirkju

Aldrei er helgihald kirkjunnar blæbrigðaríkara en á þessum tíma kirkjuársins. Næstu dagana nær fastan hámarki sínu, en síðan umhverfist húm hennar og tregi í birtu og sigurhljóma heilagra páska.Aldrei er helgihald kirkjunnar blæbrigðaríkara en á þessum tíma kirkjuársins. Næstu dagana nær fastan hámarki sínu, en síðan umhverfist húm hennar og tregi í birtu og sigurhljóma heilagra páska.<br><br>Að venju verða fyrstu fermingarbörn ársins fermd í tveimur messum á pálmasunnudegi en nýmæli er að hafa æðruleysismessu á skírdag Sú hefð hefur skapast að lesa alla Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í kirkjunni á föstudaginn langa og verður engin breyting á því þetta árið. Björn Steinar Sólbergsson, organisti, leikur á orgel kirkjunnar á heila tímanum og boðið verður upp á kaffihressingu í Safnaðarheimili meðan á lestri stendur. Að kvöldi föstudagsins langa verður svo Kyrrðarstund við krossinn, en mörgum finnst ekkert helgihald kirkjunnar eiga meiri kyrrð og frið en sú stund. <br> Upprisuhátíð Akureyrarkirkju verður nú haldin annað árið í röð á páskadagsmorgun. Hún hefst með hátíðarmessu kl. 8:00 árdegis, þar sem Kór Akureyrarkirkju syngur. Frá kl. 9 ¿ 11 verður opið hús í Safnaðarheimili. Léttur morgunverður verður á borðum og ýmislegt um að vera. Unglingakór kirkjunnar leiðir almennan söng og páskahláturinn, gamall kirkjusiður, sem var endurvakinn á upprisuhátíðinni í fyrra, verður á sínum stað. Kl. 11 hefst fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju. Þar syngja Barna- og Unglingakórar kirkjunnar. <br> Komandi dagar eru mikil útivistarhátíð í okkar bæjarfélagi og að sjálfsögðu eru bæjarbúar og gestir hvattir til að nota sér alla þá góðu aðstöðu sem hér er til útiveru og iðkunar vetraríþrótta. Hvergi komumst við þó nær kjarna páskahátíðarinnar en með því að safnast saman í kirkjunni til að heyra fréttirnar um sigur lífsins á dauðanum og fagna þeim með englum himinsins. <br> Gleðilega páskahátíð! <br> <br>SAJ <br>