75 ára víglsuafmæli Akureyrarkirkju

Næstu helgi verður 75 ára vígsluafmælis kirkjunnar minnst. Dagskráin hefst á laugardaginn með sýningum á tónlistarævintýrinu Lítil saga í orgelhúsi eftir Guðnýju Einarsdóttur, orgelleikara. Ævintýrið gerist í orgelhúsi og gengur á ýmsu hjá pípunum þar. Flytjendur eru höfundurinn, Guðný Einarsdóttir, og Bergþór Pálsson, sem er sögumaður. Myndir gerði Fanney Sizemore en tónlistina samdi Michael Jón Clarke. Sýningarnar eru kl. 13.00 og 14:30.

Klukkan 18.00 á laugardeginum verður kirkjuklukkunni hringt með sama hætti og kvöldið fyrir vígsluathöfnina fyrir 75 árum.

Dagskrá sunnudagsins hefst með sunnudagaskóla í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Hann er í umsjá sr. Sunnu Dóru Möller en Hjalti Jónsson er henni til halds og trausts. Lára Sóley Jóhannsdóttir syngur lög af nýju plötunni sinni Draumahöll.

Klukkan 14.00 er hátíðarmessa. Prestar kirkjunnar, sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð Jónsson, þjóna fyrir altari en biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Kór Akureyrarkirkju syngur ásamt kammerkórnum Hymnodiu. Organistar eru Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Í messunni frumflytur Kór Akureyrarkirkju lagið Á vegi sem Daníel Þorsteinsson samdi við texta Hjörleifs Hjartarsonar. Einnig verður flutt verkið Te Deum eftir Michael Jón Clarke. Þar syngur Helena G. Bjarnadóttir einsöng og Helgi Þ. Svavarsson leikur á horn. Eftir messu verður Kvenfélag Akureyrarkirkju með sína árlegu kaffi- og lukkupakkasölu í Safnaðarheimilinu. Einnig verður sýning á Akureyrarljóðum í forkirkju.

Á sunnudagskvöldið kl 20.00 verða tónleikar í Akureyrarkirkju til styrktar Líknarsjóðnum Ljósberanum. Þar koma fram Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, Stúlknakór Akureyrarkirkju og Eldri barnakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, söngvararnir Anna Kristín Þórhallsdóttir, Björg Þórhallsdóttir, Helena G. Bjarnadóttir, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Einar Clausen og Ágúst Ólafsson ásamt hljómsveit. Konsertmeistari er Lára Sóley Jóhannsdóttir. Flutt verður kantatan „Men Herz und Mund und Tat und Leben“ eftir J. S. Bach og tónlist eftir Báru Grímsdóttur, Daníel Þorsteinsson, Händel, Mascagni og fleiri.
Aðgangseyrir er kr. 3.500 og rennur óskiptur í líknarsjóðinn. Forsala aðgöngumiða er í Penninn Eymundsson, Hafnarstræti.