Akureyrarkirkja á æskulýðsdaginn 3. mars

Æskulýðsmessa kl. 11.00.
Eldri barnakór Akureyrarkirkju, Þjóðann Baltasar Guðmundsson og Edda Ósk Þorbjörnsdóttir syngja. Michael Weaver spilar á saxofón og
Matiss Leo Mecki á slagverk. Umsjón sr. Jóhanna Gísladóttir, Sonja Kro, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Erla Mist Magnúsdóttir.

Föndurstöðvar í Safnaðarheimilinu eftir messuna. Eldri barnakórinn verður með heitan grjónagraut til sölu og kökubasar sem er fjáröflun fyrir Danmerkurferð kórsins í vor.