Akureyrar- og Laugalandsprestakall um páska

Skírdagur 6. apríl
Fyrirbænastund, altarisganga og fögur tónlist í Akureyrarkirkju kl. 12.00.
Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri, Rósa María Stefánsdóttir, Fjóla Sigríðar Sveinmarsdóttir og Mahaut Ingiríður Matharel syngja aríur úr Stabat mater.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Föstudagurinn langi 7. apríl
Píslarganga frá Dalborg að Munkaþverárkirkju og til baka, lagt af stað kl. 10.00.
Helgistund í Munkaþverárkirkju kl. 11.30.
Prestur sr. Jóhanna Gísladóttir. Gengið til baka í Dalborg, þar verður vöfflukaffi og kassaklifur fyrir börn kl. 13:00-14:00.
Kyrrðarstund við krossinn í Akureyrarkirkju kl. 21.00.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Lesarar Guðfinna Hallgrímsdóttir og Birgir Styrmisson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Páskadagur 9. apríl
Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl. 8.00.
Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. Kór Akureyrarkirkju syngur. 
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Páskahlátur og léttur morgunverður í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.

Tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi flutt. Félagar úr barnakórum kirkjunnar syngja. 
Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir, Sonja Kro, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Margrét Sverrisdóttir.
Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl.11.00. 
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur er sr. Jóhanna Gísladóttir.
Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13.30.
Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er sr. Jóhanna Gísladóttir.