Afrísk tónlist í kvöldmessu

Núna á sunnudaginn, þ. 20. október, verður kvöldmessa í Akureyrarkirkju. Þar syngur unglingakór kirkjunnar söngva frá Afríku með trumbuslætti og tilheyrandi. Söfnuðurinn fær að sjálfsögðu að syngja með. Athöfnin hefst kl. 20:30 og eru allir velkomnir, en fermingarbörn og þeirra aðstandendur eru sérstaklega boðuð.Núna á sunnudaginn, þ. 20. október, verður kvöldmessa í Akureyrarkirkju. Þar syngur unglingakór kirkjunnar söngva frá Afríku með trumbuslætti og tilheyrandi. Söfnuðurinn fær að sjálfsögðu að syngja með. Athöfnin hefst kl. 20:30 og eru allir velkomnir, en fermingarbörn og þeirra aðstandendur eru sérstaklega boðuð.<br><br>Þetta er í fyrsta skiptið sem Unglingakór Akureyrarkirkju syngur opinberlega undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, sem tók við kórnum nú í haust. Eyþór Ingi er í organista- og kórstjórnarnámi við tónlistarháskóla í Svíaríki og hefur þar meðal annars sérhæft sig í stjórn unglingakóra. Mikil uppsveifla er í kirkjulífi í Afríku. Þar er meðlimum kirknanna sífellt að fjölga og tónlist þeirra er sérstök og skemmtileg.