Afmælis-sunnudagaskóli + Bangsablessun 20.nóvember

Það er heldur betur fjölbreyttur sunnudagaskólinn næstkomandi sunnudag! Við höldum upp á 82 ára afmæli kirkjunnar okkar. Við fögnum einnig nóvemberbörnum, þ.e. börnum sem eiga afmæli í nóvember. Svo verðum við með bangsablessun, fyrir alla bangsa/tuskudýr/kúrudýr sem börnin vilja koma með sér í sunnudagaskólann þennan dag. Að venju er svo biblíusaga og leikrit þar sem umræðuefni Rebba og Mýslu er að sjálfsögðu afmæli kirkjunnar. 

Að lokum kíkja brúðurnar svo í fjársjóðskistuna til að athuga hvort ekki leynist eitthvað gómsætt þar handa börnunum. 

Sonja og Sigrún stýra stundinni.

Verið öll hjartanlega velkomin.