Af flís og bjálka í guðsþjónustu á sunnudaginn

Guðsþjónusta verður 9. júlí nk. kl. 11. Það er fjórði sunnudagur eftir þrenningarhátíð og í guðspjallinu er yfirskriftin ,,Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða." Einnig er þar rætt um kunnuglega líkingu: ,,Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga sjálfs þíns?" Félagar úr kór Akureyrarkirkju leiða sönginn. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Allir velkomnir!