Æskulýðsstarfið hefst að nýju!

Í dag hefjast Kirkjukrakkar, TTT starfið og ÆFAK. Barnakórastarfið hófst í síðustu viku.

Allir eru velkomnir sem vilja prófa, en skráning fer framm á þessari heimasíðu.

Kirkjukrakkar eru fyrir börn sem eru í 1. - 4. bekk grunnskóla.  TTT starfið er fyrir krakka í 5. - 7. bekk og ÆFAK er unglingastarf fyrir krakka í 8. - 10. bekk. 

Verkefnin eru margvísleg og má lesa nánar um þau hér á heimasíðunni undir safnaðarstarf (flipi efst). 

Nánari upplýsingar fást einnig í síma 4627705 og á netfangið sonja@akirkja.is 

Hlökkum til að hitta krakkana aftur!