Kirkjuvika í Akureyrarkirkju 2.- 9.mars 2014

Sunnudagurinn 2. mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Þann dag verður mikið um dýrðir í Akureyrarkirkju en þessi dagur markar líka upphaf Kirkjuviku í Akureyrarkirkju sem stendur frá 2. - 9. mars.
Dagskrá æskulýðsdagsins er þessi:

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Umsjón með henni hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson. Marimbusveit Giljaskóla spilar undir stjórn Ástu Magnúsdóttur. Barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Huldu Arnardóttur. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sunnudagaskólinn er hluti af þessari fjölskyldustund.

Kvöldstund fyrir ungt fólk í Akureyrarkirkju kl. 20.00. Prestar eru sr. Hildur Eir Bolladótti og Sr. Sunna Dóra Möller. Fram koma Magni Ásgeirsson söngvari, Birkir Blær Óðinsson gítarleikari, ungleiðtogarnir Regína Ásdís Bjarnadóttir og Haukur Svansson segja frá klausturlífi í Taize og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.
Prestarnir stýra Bib-quiz.

Þriðjudagur 4. mars

Fermingarfræðsla í Safnaðarheimilinu kl. 15.15, hópur II (Lundarskóli).


Miðvikudagur 5. mars

Fræðslufundur fyrir foreldra fermingarbarna fædd 2000 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.00. Hjalti Jónsson sálfræðingur verður með erindið: „Að ala upp ungling“.

Fimmtudagur 6. mars

Taize stund í Akureyrarkirkju kl. 12.00.

Hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimilinu að stund lokinni.

Sr. Svavar eldar biblíumat með aðstoð kvenna úr Kvenfélagi Akureyrarkirkju.
Samvera eldri borgara í Safnaðarheimilinu kl. 15.00.

Gestur samverunnar er Bjarni Guðleifsson.
Eyþór Ingi Jónsson og Elvý G. Hreinsdóttir sjá um tónlistina. 
Bíll fer frá Víðilundi kl. 14.25, Mýrarvegi 111 kl. 14.35 og Hlíð kl. 14.45.


Sunnudagur 9. mars

Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju kl. 11.00.

Prestar eru sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð Jónsson. 
Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri prédikar.

Kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Sunnudagaskólinn hefst með stund í Akureyrarkirkju kl. 11.00 og svo færir hópurinn sig niður í Safnaðarheimilið. Umsjón sr .Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson.

Kaffi og kleinur í Safnaðarheimilinu að messu og sunnudagaskóla loknum.