Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar

Eldri barnakór Akureyrarkirkju, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar fluttu fallega tónlist í messu í Akureyrarkirkju í morgun á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Bænir, sögur og hugleiðing nærðu hjartað og eftir messuna var hægt að gæða sér á grjónagraut í Safnaðarheimilinu og kaupa bakkelsi af barnakórnum sem safnar sér fyrir þátttöku á Norbusang kóramóti í Danmörku í vor.