Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. mars kl. 11.00.

Brúðuleikhús og sunnudagsskólasyrpa. Atriði úr Grís, sýningu Vasaleikhúss Verkmenntaskólans. Ylfa Kristjánsdóttir syngur lag. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Stjórnandi Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Grímuskylda er í kirkjunni, fyrir fullorðna.

Ekki mega vera fleiri en 100 fullorðnir í kirkjunni í einu. Vegna smitrakningar verður fólk að skrá sig á blað í forkirkjunni með nafni, kennitölu og símanúmeri eða koma með þær upplýsingar á miða.