Æfingar barnakóra hefjast 7. september

Æfingar barnakóranna verða á fimmtudögum í vetur. Yngri barnakór (2. - 4. bekkur) æfir kl. 14.00-14.50 og Eldri barnakór (5. bekkur og eldri) æfir kl. 16.00 – 17.00 í kapellu kirkjunnar. Sigrún Magna, Erla Mist og Guðný Alma stjórna kórunum í vetur og þær eru fullar af orku og góðum hugmyndum svo það verður mikið fjör. Skráning fer fram rafrænt á heimasíðu Akureyrarkirkju Skráning í kórastarf | Akureyrarkirkja og svo má líka senda póst á sigrun@akirkja.is. Þátttaka í barnakórastarfinu er ókeypis.