Æfingar barnakóra hefjast 12. janúar

Barnakórastarfið hefst aftur fimmtudaginn 12. janúar og verða æfingar á sömu tímum og áður. Yngri kór (2. - 4. bekkur) kl. 14-14.50 og Eldri kór kl. 15-16. Nýir krakkar eru velkomnir í kórinn og við hvetjum áhugasama til að koma og prófa. Það er margt spennandi framundan á vorönn; æfingabúðir, ferðalag, barnamenningarhátíð, tónleikar og fleira og svo er mikilvægast að hafa gaman saman á æfingum, mynda vinatengsl og njóta þess að syngja alls konar lög saman. Starfið er ókeypis og frekari upplýsingar gefur Sigrún Magna frá netfanginu sigrun@akirkja.is. Hægt er að skrá sig í kórinn hér efst á síðunni.