ÆFAK á Hríseyjarmóti ÆSKEY

Um síðastliðna helgi fór Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju á æskulýðsmót út í Hrísey. ÆSKEY stóð að mótinu og þangað komu unglingar frá Glerárkirkju, Stærri-Árskógskirkju, Vopnafirði og auðvita Hrísey. Þátttakendur fóru tæplega 70 og óhætt að segja... Um síðastliðna helgi fór Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju á æskulýðsmót út í Hrísey. ÆSKEY stóð að mótinu og þangað komu unglingar frá Glerárkirkju, Stærri-Árskógskirkju, Vopnafirði og auðvita Hrísey. Þátttakendur fóru tæplega 70 og óhætt að segja að um frábært mót hafi verið að ræða. Unglingarnir okkar voru til mikillar fyrirmyndar og skemmtu þeir sér vel. Meiriháttar stemmning var á kvöldvökunni á föstudagskvöldið, þar sem félögin sáu sjálf um skemmtiatriði og Snorri Guðvarðsson kom og spilaði á gítar undir söng. Sendum við honum bestu þakkir og kveðjur.
  Eftir guðsþjónustu í Hríseyjarkirkju á miðnætti var kaffihúsastemning í skólanum þar sem krakkarnir gistu. Var það æðislega notalegt og skemmtilegt. Um klukkan þrjú um nóttina datt allt í dúnalogn og allir sváfu vært fram undir morgun. En á laugardeginum var síðan þemastund undir fyrirsögninni ,,Mannréttindi" sem Pétur Björgvin sá um. Það voru glaðir unglingar sem sigldu loks heim á leið um miðjan dag með góðar minningar í farteskinu. Alma æskulýðsleiðtogi og séra Óskar og séra Halla þakka krökkunum fyrir hreint frábæra helgi. Hlökkum til næsta móts...