Æðruleysismessa felld niður

Heil og sæl öll. Eftir samtal við vegagerð og veðurfræðing hjá veðurstofunni hefur verið ákveðið að fella niður Æðruleysismessuna í kvöld. Það er að koma hér yfir okkur afar slæm suðvestan lægð 34-36 metrar föstum vindi og meiri í hviðum með éljagangi og veðurstofan varar við að fólk sé á ferð á meðan þetta gengur yfir. Við tökum mark á því og frestum messunni um tvær til þrjár vikur. Verður auglýst betur síðar. Gott væri ef fólk væri til í að deila þessu þannig að uppl. komi til skila til sem flestra. Vonandi verða veðurguðirnir betri við okkur í þriðja sinn og það gildi ekki í þessu, að allt sé þegar þrennt er. Kær kveðja, Sunna Dóra, Oddur Bjarni og Hjalti.