Æðruleysismessa

Sunnudaginn 31. október verður æðruleysismessa í Akureyrarkirkju. Prestar eru sr. Karl V. Matthíasson og sr. Svavar A. Jónsson, en um tónlistina sjá Arna Valsdóttir, Inga Eydal, Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson. Í æðruleysismessum er jafnan mikill og fjölbreyttur almennur söngur. Boðið verður upp á kaffisopa í Safnaðarheimili að messu lokinni.