Aðventukvöld í Akureyrarkirkju

Aðventukvöld verður í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld og hefst kl. 20.30. Aðventukvöld verður í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld og hefst kl. 20.30. <br><br>Ræðumaður verður Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra. Barnakór Akureyrarkirkju flytur helgileik undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Unglingakór Akureyrarkirkju syngur. Stjórnandi kórsins er Eyþór Ingi Jónsson og nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri leika með kórnum. Þá verður almennur söngur. Prestur er sr. Svavar A. Jónsson og organisti Björn Steinar Sólbergsson.