Aðventuhátíð og Jólasöngvar

Sunnudaginn 17. desember, þriðja sunnudag í aðventu, verður haldin aðventuhátíð fjölskyldunnar í kirkjunni kl. 11.  Mikill söngur og mikil jólastemning. Barnakór og Drengjakór Akureyrarkirkju syngja ásamt Kór Lundarskóla.  Prestur er sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir.  Organisti er Arnór B. Vilbergsson.  Kakó og piparkökur í Safnaðarheimilinu á eftir.  Seinnipartinn eða kl. 17 verða svo hinir geysivinsælu Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju og síðan endurteknir kl. 20.  Venjulega hefur verið fullt út úr dyrum á Jólasöngvunum enda stemningin þar einstök.  Sjáumst í jólaskapi í kirkjunni á sunnudaginn - allir velkomnir!