Aðventuhátíð barnanna sunnudaginn 10.desember

Á öðrum sunnudegi í aðventu, þegar við kveikjum á Betlehemskertinu höldum við aðventuhátíð í Akureyrarkirkju. Börn á öllum aldri halda að mestu uppi dagskránni. Þau syngja, leika á hljóðfæri og lesa upp. Verið öll velkomin í gleðilega fjölskyldustund í kirkjunni okkar. 

Umsjón: sr. Aðalsteinn, Sigrún, Erla og Sonja.