Á döfinni: Samvera eldri borgara og aðventukvöld

Fimmtudaginn 1. desember verður samvera eldri borgara í Safnaðarheimilinu. Óskar Pétursson syngur einsöng við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar. Upplestur verður í umsjá Kristjönu Jónsdóttur og sr. Svavar A. Jónsson flytur bænarorð. Að vanda verða kaffiveitingar, hljóðfæraleikur og mikill almennur söngur. Rúta fer frá Kjarnalundi klukkan 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Sunnudaginn 4. desember klukkan 20.30 verður svo aðventukvöld Akureyrarkirkju. Stúlknakór kirkjunnar syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og ræðumaður kvöldsins er útvarpsmaðurinn góðkunni, Ævar Kjartansson.