,,Skúffu- eða ,,speglasamfélag

Sólin hefur skinið skært á bæjarbúa og gesti sem gleðjast yfir birtu og yl hennar. Og nú nálgast verslunarmannahelgin með mikla og fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna. Hér í kirkjunni okkar verður helgistund kl. 11 á sunnudaginn þar sem áhersla er lögð á almennan safnaðarsöng, í léttri og ljúfri samverustund fyrir alla aldurshópa. Heimir Ingimarsson mun flytja tvö lög og leiða sönginn. Sr. Halla flytur hugleiðingu útfrá dæmisögu Jesú um faríseann og tollheimtumanninn, þar sem hún veltir upp spurningunni um ,,skúffu-“ eða ,,speglasamfélag.” Bænastund í lok samveru og hægt verður að koma fyrirbænaefnum á framfæri fyrir stundina, frammi í anddyri kirkjunnar. Sjáumst í kirkjunni!