3. helgi Sumartónleika í Akureyrarkirkju

Danski organistinn Lars Frederiksen á Sumartónleikum í AkureyrarkirkjuDanski organistinn Lars Frederiksen á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju<br><br>Lars Frederiksen fæddist árið 1964 í Óðinsvéum í Danmörku. Hann nam orgelleik hjá Poul Børch, dómorganista í Óðinsvéum. Hann fékk inngöngu í Tónlistarskólann á Fjóni og lauk lokaprófi árið 1990 eftir að hafa verið undir handleiðslu Bo Grønbech, Ib Bindel og Jesper Madsen. Að því loknu stundaði hann í framhaldsnám hjá Hans Fagius í Kaupmannahöfn og fór svo í einleikaradeild Konunglega danska tónlistarháskólans og endaði með einleikstónleikum 1994. Hann hefur sótt námskeið (master-class) hjá Harald Vogel, Michael Radulescu, Daniel Roth, David Sanger og Ludger Lohmann. Lars hefur haldið tónleika í Danmörku og í Evrópu. Frá árinu 1998 hefur hann verið organisti við Frúarkirkjuna í Óðinsvéum. <br> <br>Sjá heimasíðu sumartónleikanna: <br>http://akirkja.is/sumartonleikar <br> <br>