2. helgi Sumartónleika í Akureyrarkirkju

Páll Óskar og Monika á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 13. júlíPáll Óskar og Monika á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 13. júlí<br><br>Páll Óskar Hjálmtýsson er sjálfmenntaður söngvari og hefur unnið sem slíkur síðan á barnsaldri. Hann hefur verið áberandi sem ein skærasta poppstjarna Íslands undanfarinn áratug. Hann er tíður gstur í sjónvarpi og útvarpi, hefur unnið með latín hljómsveitinni Milljónamæringunum, keppti í Eurovision árið 1997 og hefur unnið til verðlauna sem söngvari ársins. Af sólóplötum hans má nefna Stuð (´93), Palli (´95), Seif (´96) og Deep Inside (´99). <br> <br> <br>Monika Abendroth hörpuleikari, stundaði tónlistarnám í Folkwanghochschule í Essen og var síðan ráðin sem hörpuleikari í Rheinische Philharmonie í Koblenz. Eftir það lá leið hennar til Íslands og hefur hún verið fastráðin í Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1976. Hún hefur haldið einleikstónleika hér á landi og í Þýskalandi, og hefur starfað með mörgum kammermúsíkhópum og kórum. Leik hennar má heyra á ýmsum geisladiskum. <br> <br>Páll Óskar & Monika hófu samstarf fyrir tæpum 2 árum síðan og hafa hlotið einróma lof fyrir flutning sinn. Þau gáfu út geislaplötuna "Ef ég sofna ekki í nótt" fyrir jólin 2001 og hafa síðan verið að flytja margar tegundir tónlistar við ýmis konar tækifæri hérlendis og erlendis. Fyrir lok ársins 2003 mun koma út annar geisladiskur þeirra með lögum tengdum jólum. <br> <br>Sjá heimasíðu sumartónleikanna: <br>http://akirkja.is/sumartonleikar <br>